22. október 2025

Fyrirlestur Ólínu um íslensk galdramál í Kaliforníu

Þann 13. október s.l. flutti dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar, fyrirlestur á vegum norrænudeildar Kaliforníuháskóla í Berkeley. Ólína, sem nú dvelur í Berkeley sem Fulbright-fræðimaður, fjallaði þar um galdraofsóknir 17. aldar. Góð aðsókn var á fyrirlesturinn og að honum loknum gafst áheyrendum færi á að spyrja spurninga. Mikill áhugi var á meðal gesta og sköpuðust góðar umræður. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ólínu ásamt dr. Timothy Tangherlini, prófessor við norrænudeildina.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Timothy Tangherlini