Fyrirlestur Eiríks Bergmanns í Oxford háskóla
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, hélt um liðna helgi erindi við Oxford háskóla í Bretlandi um þátttökulýðræði og tók hann sem dæmi íslenska stórnarskrárferlið.
Í erindi sínu rakti Eiríkur ferlið sem fór í gang allt frá þjóðfundinum og fram að þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin.
Ráðstefnan fjallaði um mögulegar endurbætur á (órituðu) bresku stjórnarskránni, í kjölfar Brexit.
Eiríkur var fenginn til þess að ræða þá þætti sem Bretar gætu mögulega lært af reynslu okkar Íslendinga og það hvort stjórnarskrárkrísa væri í uppsiglingu hjá Bretum. Hægt er að horfa á erindið hér.
Ráðstefnan sem bar heitið Remaking the UK Constitution var haldin í Mansfield College af Bonevero mannréttinda stofnuninni. Þar héldu erindi helstu fræðimenn heims á sviði stjórnarskrárgerðar og þátttökulýðræðis. Hægt er að kynna sér efni ráðstefnunnar og aðra fyrirlesara hér.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta