Francesco Macheda kynnir rannsókn sína í Kína 29. október 2019

Francesco Macheda kynnir rannsókn sína í Kína

Francesco Macheda, lektor í stjórnmálahagfræði við Háskólann á Bifröst mun kynna nýjustu rannsókn sína við Stofnun alþjóðahagfræði og stjórnmála við Kínversku Félagsvísindaakademíuna í Peking 31. október næstkomandi. Rannsóknina vinnur hann í samstarfi við Roberto Nadalini og ber hún titilinn „Chinese Road to Autocentric Development in the Light of Samir Amin’s Theory of Unequal Exchange“. Markmið hennar er að rannsaka aðferðir Kínverskra stjórnvalda við stefnumótun og skammtímaskipulagningu, sem hefur gert þeim kleift að skora á þá sögulegu staðreynd að vera háð jaðarlöndum heimsins í framförum og hagvexti.

Eins og áður sagði fer kynningin fram í Stofnun alþjóðahagfræði og stjórnmála í Peking en Francesco vinnur þar sem gestur að nýrri rannsókn sem fjallar um hvernig verndarstefna Bandaríkjanna í viðskiptum kemur í bakið á þeim.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta