Francesco Macheda boðið til Kína að rannsaka viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna 1. júlí 2019

Francesco Macheda boðið til Kína að rannsaka viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna

Dr. Francesco Macheda, lektor í stjórnmálahagfræði við Háskólann á Bifröst, hefur verið boðið að heimsækja Alþjóða stjórnmála og hagfræði stofnunina (IWEP) í Kína til að vinna að rannsókn sinni sem ber heitið "The Self-Defeating US Protectionist Trade Policy: A View From China ".

IWEP er ein af virtustu rannsóknarstofnunum á sviði alþjóðlegrar þjóðhagfræði, alþjóðaviðskipta, iðnaðarhagfræði og alþjóðlegra stjórnmála. Stofnunin er partur af einni virtustu akademíu í Asíu, þ.e. Kínversku félagsvísinda akademíunni (CASS).

Francesco fer til Kína núna í september og verður þar fram í desember. Þar mun hann rannsaka hvort ofmat á gengi Bandaríkjadals gagnvart kínverska Yuaninu hafi haft mælanleg og bein áhrif á fjárfestingarstig, atvinnuástand og raunlaun í Bandaríkjunum síðustu þrjá áratugina.

Rannsóknarferð Dr. Macheda til þessarar virtu stofnunar er ætlað að styðja enn frekar við alþjóðavæðingarferli Háskólans á Bifröst sem hefur verið ein af aðaláherslum skólans undanfarin ár.

Við óskum Francesco, sem og Írisi Stefánsdóttur unnustu hans og syni þeirra Pietro Stefáni, sem munu fylgja honum í ferð sinni til Kína, alls hins besta. Við erum sannfærð um að þetta verkefni muni hafa jákvæð áhrif á rannsóknarstarfsemi háskólans og auka alþjóðlega samtengingu sem mun nýtast öllum þeim sem vinna að rannsóknum við skólann sem og nemendum.

Hér má finna nánari upplýsingar um IWEP og CASS.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta