Haraldur Daði (t.h.) ásamt leiðtogum úr atvinnullífinu í Hriflu, ráðstefnusal Háskolans á Bifröst.
9. nóvember 2022Fræðin sett í framkvæmd
Viðburðurinn fór fram í Hirflu og var ætlaður nemendum í meistaranámi í stefnumótun og framtíðarsýn hjá Haraldi Daða Ragnarssyni, lektor við Háskólann á Bifröst.
Nemendurnir eru þessa dagana að vinna að verkefni, þar sem þau þurfa að taka fyrir ákveðin málefni tengd stefnumótun. Í kjölfarið þurfa þau svo að skila skýrslu, auk þess sem haldin verður málstofa um viðfangsefni þeirra og verkefni.
Til að dýpka enn frekar efnistök og setja í samhengi við samfélag og atvinnulíf fékk Haraldur til liðs fjóra sérfræðinga úr viðskiptalífinu til þess að koma halda stutt erindi tengd viðfangsefnum nemenda. Í kjölfarið voru pallborðsumræður og síðan Q&A þar sem nemendum gafst kostur á að spyrja gestina.
Þátttakendur voru:
Bjarki Pétursson - Viðskiptavinastefna:
Bjarki hefur m.a. starfað sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs Símans, leitt sölustarf hjá Högum og Ölgerðinni auk þess að sinna ráðgjöf fyrir fjölda fyrirtækja. Rauði þráðurinn í störfum hans hefur verið nýting upplýsingakerfa til ákvörðunartöku til að auka sölu og minnka brottfall. Hann er stofnandi og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Zenter þar sem hann hefur m.a. leitt verkefni tengd viðskiptatryggð, markaðsrannsóknum og hugbúnaðargerð.
Sóley Kristinsdóttir og Vala Smáradóttir – Græn stefna:
Sóley og Vala vinna sem sjálfbærniráðgjafar hjá Laufinu. Þær hafa auk þess komið að því að móta hugmyndafræði Laufsins og þróa hugbúnaðinn undanfarna mánuði. Hugbúnaður Laufsins býður fyrirtækjum upp á fræðslu og hagnýta verkfærakistu í vegferð að sjálfbærum fyrirtækjarekstri og samfélagslegri ábyrgð. Markmiðið er leiða fyrirtæki áfram í einföldum en mikilvægum aðgerðum sem draga úr umhverfisspori rekstursins og um leið valdefla starfsfólk og neytendur til þess að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína.
Tómas Njáll Möller - Heimsmarkmiðin og samfélagsábyrgð:
Tómas N. Möller er yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og formaður stjórnar Festu miðstöðvar um sjálfbærni. Tómas hefur um árabil látið sig sjálfbærnimálefni miklu varða. Í störfum sínum hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna hefur hann m.a. komið að stefnumörkun við ákvarðanatöku um fjárfestingar út frá sjálfbærnivísum, auk fjölmargra annarra verkefna sem snerta á ýmsum flötum sjálfbærni.
Ragnheiður H Magnúsdóttir – Nýsköpun og frumkvöðlastarf:
Ragnheiður býr yfir leiðtoga-og stjórnunarreynslu á breiðum grundvelli. Hún hefur fyrst og fremst unnið að stafrænni umbreytingu og breytingastjórnun sem stjórnandi, ráðgjafi og mentor. Hún er áhrifamikil í íslensku nýsköpunarumhverfi og hefur m.a. tekið þátt í stefnumótun með hinu opinbera og Reykjavíkurborg, en einnig stutt við og setið í stjórnum fjölda sprotafyrirtækja.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta