
Hvítiturninn í Þessalóníku – helsta kennileiti borgarinnar við strandlengjuna. Turninn var reistur á 15. öld og hýsir í dag safn sem segir sögu borgarinnar.
3. september 2025Frá Bifröst til Þessalóníku
Fræðimenn við Háskólann á Bifröst eru á faraldsfæti eins og endranær. Nýverið sóttu dr. Eiríkur Bergmann og dr. Magnús Árni Skjöld ráðstefnu í tengslum við nýtt, alþjóðlegt COST-verkefni (stendur fyrir The European Cooperation in Science and Technology). Verkefnið gengur út á rannsóknir á popúlisma og andúð á Evrópusamruna og fór ráðstefnan fram í Aristóteles-háskólanum í Þessalóníku í Grikklandi. Þeir Eiríkur og Magnús Árni eru báðir í stjórn verkefnisins.
Eiríkur flutti erindi upp úr fræðigrein sem hann vinnur að innan vébanda verkefnisins og nefnist Euroscepticism in Iceland. „Gaman er að koma aftur að þessu rannsóknarefni, efasemdir um Evrópusamrunann, á ráðstefnu í nýju alþjóðlegu fræðaverkefni. Ég hóf fræðiferilinn á þessu viðfangsefni en nú er orðið allnokkuð frá því að ég flutti erindi um íslenska Evrópupólitík á alþjóðavettangi.“ segir Eiríkur. Hér má nálgast greinina.
Magnús Árni sótti jafnframt ráðstefnu European Consortium for Political Research (ECPR) sem fór einnig fram í Þessalóníku að þessu sinni.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta