Folf völlur settur upp á Bifröst 8. ágúst 2014

Folf völlur settur upp á Bifröst

Fimmtudaginn 7.ágúst tóku fulltrúar Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst á móti Jóni Símon Gíslason Bifresting og Íslandsmeistara í Folf. Tilgangurinn var að mæla út fyrir folfvelli en Sjentilmenn festu kaup á 9 körfum fyrir stuttu til að setja upp fyrir íbúa og aðra gesti svæðisins. Þess má geta að folf íþróttin er samblanda af frisbí og golfi. Jón Símon mætti með ferða folf körfu sem hann setti upp svo hægt væri að ákveða endalega hvernig völlurinn verður. Hannaður var 7 körfu völlur og 2 körfur sem púttvöllur við Ásgarð. „Þetta verður mjög skemmtilegur völlur hér á Bifröst og ennþá skemmtilegri hindranir“ sagði Jón Símon um völlinn. Sjentilmenn þakka Jóni Símon þeirra kærlega fyrir að hanna völlin, hann ætlar svo að vera með smá kennslu fyrir áhugasama sem verður auglýst síðar. Við óskum honum svo góðs gengis í Evrópumótinu í Sviss á næstu vikum.
 
Háskólinn á Bifröst þakkar Sjentilmönnum kærlega fyrir þeirra framtak og er viss um að þetta verði skemmtileg viðbót við afþreyingu íbúa. Það er afar ánægjulegt að hér sé starfandi svo öflugur klúbbur í samfélaginu hér á Bifröst og ber að þakka fyrir það.
 
Hér má sjá Facebook síðu klúbbsins.

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta