Fjölmenn ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst 4. nóvember 2014

Fjölmenn ráðstefna um þjónandi forystu á Bifröst

Föstudaginn 31. október sl. lögðu rúmlega tvö hundruð manns leið sína á Bifröst til að taka þátt í ráðstefnu um þjónandi forystu undir yfirskriftinni: Þjónandi forysta, samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Þátttakendur koma víða að og úr ýmsu fyrirtækjum, stofunum og félögum. Ráðstefnan tókst afar vel, fyrirlestrar mæltust vel fyrir og samtal þátttakenda í hádegi var fjörugt og fjölbreytilegt. Þátttakendur ræddu saman um samfélagsleg ábyrgð og hvernig mætti nýta þjónandi forystu til að efla samfélagslega ábyrgð og hvernig getur almenningur hjálpað valdhöfum að vera í góðum tengslum við samfélagið sem þeir þjóna. 

 

Gary Kent hjá The Schneider Corporation hélt fyrsta erindið og fjallaði m.a. um hvernig markviss og uppbyggileg samskipti eru kjarninn í þjónandi forystu. Erindi Gary Kent bar yfirskriftina: Anyone could lead perfect people – if there were any og hann tók meðal annars dæmi af því hversu oft við í raun og veru áttum okkur ekki á kjarna málsins í samtölum en höldum samtali samt áfram og tökum jafnvel þátt í ákvörðunum sem leiða okkur eitthvert allt annað er ætlunin var. Ástæðan fyrir þannig útúrdúrum getur t.d. verið sú að við hreinlega skiljum ekki samhengið í samtalinu, hvernig eitthvað efni komst á dagskrá og spyrjum ekki af hverju við erum að tala um eitthvað tiltekið og hvort við raunverulega ætluðum að leggja áherslu á það mál. Fundir og ákvarðanaferli endurspegla því miður ekki alltaf stefnu okkar, gildismat eða yfirlýsta forgangsröðun. Í þjónandi forystu er tilgangur starfa mikilvægasti útgangspunkturinn og þar kristallast hin samfélagslega ábyrgð. Hlutverk okkar allra er að halda fókus, huga að því að umræður, fundir og ákvarðanir endurspegli stefnu okkar, gildismat og samfélagslega ábyrgð. Markviss og vönduð samskipti er lykillinn að árangri fyrirtækja, stofnana og félaga.

 

Hér er útdráttur úr erindi Gary Kent:

 

Anyone could lead perfect people – if there were any . This quote from Robert Greenleaf’s seminal essay The Servant as Leader, captures the essence of leadership. We live in an imperfect world filled with nothing but imperfect people, and in order to be effective leaders, we must be able to deal with those facts or we are – as Greenleaf said – ‘disqualified from leading.’ One of the most important characteristics of a leader is the ability to communicate. We have often heard that leaders must be able to communicate their vision in such a way that those being lead will – simply on faith – sign up to follow those leaders ‘into the fog.’ But when it comes to servant leaders, the most important aspect of communication is the ability to listen. And this means far more than simply listening to individuals; it means having the extraordinary ability to listen to the heartbeat of an organization.

 

Only when we are able to listen to what is going on in our organizations, can we practice that seemingly ignored yet very important aspect of servant leadership – which is to act on what we hear, to the benefit of our organizations and their employees. Until leaders do that, they cannot truly and legitimately take up the mantle of accepting responsibility for the well-being of those they lead. Otherwise they are ‘leaders’ in name only – most likely self-proclaimed – and in fact not really leaders at all. All of this must take place in the context of an imperfect world and with those less-than-perfect people (including ourselves) who may question or even try to undermine the best of efforts. The mark of a true servant leader is to be so self-aware that such hurdles – including, most importantly, the self-imposed ones – can be recognized and overcome.

 

Hér eru nokkrar myndir frá ráðstefnunni:

 



 

 

 

 

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta