Febrúarútskrift hjá Háskólanum á Bifröst 15. febrúar 2024

Febrúarútskrift hjá Háskólanum á Bifröst

Alls verða 89 nemendur brautskráðir þann 17. febrúar nk. frá Háskólanum á Bifröst. Háskólahátíð verður í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst hún kl. 11:00.

Streymt verður frá hátíðinni í opnu streymi sem fylgjast má með bæði á háskólavefnum og á FB síðu háskólans.

Alls verða 22 brautskráðir úr félagsvísindadeild, þar af 17 úr grunnnámi, 6 úr lagadeild, þar af 3 úr grunnnámi og 70 nemendur úr viðskiptadeild og eru þar af 26 nemendur að ljúka grunnnámi. Jafnframt er ein brautskráning úr háskólagátt.

Þá eru 69 konur af þeim 89 sem fá prófskírteini sín afhent á laugardaginn. 

Í tilefni dagsins verður gengist fyrir veglegri dagskrá. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri setur hátíðina, handhöfum hæstu einkunna á hvoru námsstigi og hverri deild verður afhent útskriftarverðlaun og hvatningaverðlaun verða einnig afhent fyrir framúrskarandi námsárangur.

Þá flytja nemendur félagsvísinda-, viðskipta- og lagadeildar ávarp og borgfirska söngkonan og lagasmiðurinn, Soffía Björg Óðinsdóttir, flytur nokkur lög.

Athöfnin lýkur á ávarpi Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors, til útskriftarefnanna og að því búnu verða reiddar fram léttar veitingar í boði Háskólans á Bifröst.

Útskriftarefnum eru færðar árnaðaróskir af þessu ánægjulega tilefni.

Dagskrá háskólahátíðar 17.02.2024 (prentvæn útgafa) 

Frétt uppfærð 16.02.2024

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta