13. nóvember 2023

Fagnaði 20 árum

TVE, Tímarit um viðskipti og efnahagsmál fagnaði nýlega 20 ára afmæli og var af því tilefni efnt til opins afmælisfundar, en tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði. 

Á afmælisfundinum var svara leitað við því hvernig fræðin hafi þróast á undangengnum 20 árum, hvar þau séu stödd og hvert þau stefni.

Þessi áhugaverði fundur fór fram í Veröld, húsi Vigdísar, sl. föstudag og hófst á ávarpi Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra. Að því loknu fluttu svo erindi Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor, HÍ, Þóra H. Christiansen, aðjúnkt, HÍ og Gylfi Magnússon, prófessor, HÍ, en fundarstjóri var Þórhallur Örn Guðlaugsson, prófessor við HÍ og formaður ritstjórnar TVE.

Þess má svo geta að TVE er gefið út af Seðlabanka Íslands og viðskipta- og hagfræðideildum Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Formaður ritstjórnar er Þórhallur Örn Guðlaugsson en ásamt honum sitja í ritstjórn þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Lúðvík Elíasson.

Umsjón með útgáfunni hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, en tímaritið er gefið út tvisvar á ári, um miðjan júní og um miðjan desember. 

Efni tímaritsins má nálgast á heimasíðu þess, www.efnahagsmal.is.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta