
Eru evrópskir háskólar í fararbroddi? ávinningur af þátttöku í evrópskum háskólanetum
Málþing um ávinning og áskoranir vegna þátttöku íslenskra háskóla í evrópskum háskólanetum, fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið verður haldið í Norræna húsinu 14. október kl. 13:00.
Innan Evrópu er nú lögð rík áhersla á dýpra samstarf háskóla en áður hefur þekkst með fjármögnun evrópskra háskólaneta. Netin eiga að styðja við nýsköpun í kennslu og rannsóknum til að mæta örum samfélagsbreytingum og fjölþættum áskorunum nútímans. Háskólum í netum er þannig ætlað að ýta undir bæði sjálfbæra þróun til framtíðar og samkeppnishæfni Evrópu.
Hvernig er hægt að tryggja að háskólar standi við þessi áform? Hvað gengur vel og hvað mætti betur fara í starfi íslenskra háskóla í netum og í samstarfi þeirra við ýmsa aðila í samfélaginu?
Fjórir íslenskir háskólar eru hver um sig í einu af 65 háskólanetum í Evrópu. Háskólarnir boða til málþings um ávinning og áskoranir háskólanetanna fyrir nemendur, starfsfólk, stöðu háskólanna og samfélagið. Málþingið er haldið í samstarfi við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta