7. febrúar 2022

Er sjálfbærni tískusveifla og lögleysa?

Viðskiptablaðið birti nýlega athyglisverða grein um hvað stjórnir fyrirtækja mega og hvað þær mega ekki gera í lagalegu tilliti í sjálfbærnimálum. Elín H. Jónsdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, er ein af þremur greinarhöfundum.

Í greininni er fjallað um umræðu sem gert hefur sig gildandi að undanförnum, hvort ákvarðanir stjórna og stjórnenda fyrirtækja, sem teknar eru með tilliti til umhverfis- og sjálfbærnimála, séu e.k. samsuða viðskipta og stjórnmála. Hefur m.a. verið bent á í þessu sambandi að slíkar ákvarðanir geti verið heftandi fyrir verðmætasköpun viðkomandi fyrirtækis og þess vegna þurfi skýrt umboð hluthafa að liggja fyrir slíkri ákvarðanatöku.

Auk Elínar rita greinina Gróa Björg Baldvinsdóttir og Ingunn Agnes Kro, en allar eru þær lögfræðingar með víðtæka reynslu af stjórnarháttum og rekstri fyrirtækja.

Í greininni er m.a. bent á að leiðarstjarna fyrirtækjastjórnenda sé sú lögbundna skylda að sjá til þess, að vel horfi til um skipulag og rekstur fyrirtækis hverju sinni.

Dæmi séu síðan um að þessari skyldu hafi stjórnendur hjá fyrirtækjum, sem sótt hafi fram í umhverfis- og sjálfbærnimálum, sinnt ekki sem umhverfisverndarsinnar að sögn, heldur sem kapitalistar sem þjóni hagsmunum fjárfesta sinna best með þessu móti.

Þá bendi einnig margt til þess að fyrirtækjastjórnendur telji, að flestir haghafar krefjist þess af fyrirtækjum að þau taki þátt í að minnka kolefnislosun innan hagkerfisins í heild, og að fátt muni hafa meiri áhrif á fjármögnunarmöguleika þeirra, og þar með langtímavirði, en það hvernig þeim takist til í þessum málum á næstu árum.

Sjá greinina í heild sinni

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta