28. september 2022

Endurmenntun á háskólastigi

Námskeið til ECTS eininga eru í boði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Einingarnar nýtast að fullu til háskólanáms síðar, ef og þegar það hentar.

Um fjölbreytt framboð ECTS námskeiða er að ræða á báðum stigum, bæði til grunn- og meistaranáms. 

Stök ECTS námskeið geta nýst í margs konar samhengi eða til að styrkja sig þekkingarlega miðað við núverandi háskólagráðu eða til þess að leggja grunn að nýrri gráðu á framhaldsskólastigi. Þá geta stök ECTS námskeið veitt gagnlega innsýn í viðkomandi námslínur.

Síðast en ekki síst veita ECTS námskeiðin við Endurmenntun Háskólans á Bifröst tiltekinn sveigjanleika gagnvart skráningu í háskólanám. Taka má stök námskeið að hausti eða vori sem síðan eru metin að fullu til eninga ef og þegar viðkomandi skráir sig svo í námið.

Kynning á námskeiðum á háskólastigi í endurmenntun við Háskólann á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta