Frá hátíðarkvöldverði meistaranema og háskólagáttar í Englendingavík sl. föstudagskvöld.
18. september 2023Einstakt kvöld í Englendingavík
Hátíðarkvöldverður meistaranema og háskólagáttar fór fram í Englendingavík sl. föstudagskvöld. Er óhætt að segja að vel hafi farið um kvöldverðargesti í þeim fallega veitingastað sem Englendingarvík er.
Veislurtjóra kvöldsins, Bjarna Má Magnússyni, deildarforseta lagadeildar, fórst jafnframt fimlega úr hendi veislustjórnin, en hann gerði sér m.a. lítið fyrir og söng danska landsliðslagið í karókí Vi er røde vi er hvide við frábærar undirtektir.
Þá er óhætt að segja að heiðursgestur kvöldsins, Fida Abu Lebdeh, frumkvöðullinn á bak við Geosilica fæðubótalínuna, hafi unnið hug og hjörtu viðstaddra með áhugaverðri frásögn sinni af glímu hennar við ranghala innan íslenska menntakerfisins og stofnun sprotafyrirtækisins sem hún nú stýrir.
Að hátíðarkvöldverði loknum var Nemendafélag Háskólans á Bifröst með opið hús í Vikrafelli.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta