25. apríl 2023

Efnahagslegur aflvaki menningarinnar

„Sköpunarkrafturinn gæti orðið aðaleldsneyti 21. aldarinnar, líkt og olía var fyrir 20. öldina“ sagði Erna Kaaber sérfræðingur í stefnumótun í viðtali á Sprengjusandi sl. sunnudag. Erna vísaði þar í breska stefnumótunarsérfræðinginn, John Newbigin. Hann hefur bent á að opinber stefna sem eflir og verndar skapandi hugsun geti orðið afgerandi áhrifavaldur á komandi áratugum og að þá þurfi að hugsa með heildrænum hætti: hvernig stjórnvöld eru skipulögð, hvernig borgir og búsvæði eru skipulögð, hvernig menntun er veitt og hvernig borgararnir hafa samskipti við samfélög sín. 

Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræddi við Ernu Kaaber sem sér um Íslandsþáttinn í  Evrópurannsókninni IN SITU sem fjallar um mikilvægi þess að skilja áhrif menningar og skapandi greina á nýsköpun og samfélagsþróun, skilja betur formgerð, ferla og stjórnun fyrirtækja í skapandi greinum er því vaxandi. 

IN SITU er framkvæmdastýrð rannsókn þar sem leitað er eftir ríku samstarfi við þá sem búsettir eru á tilraunasvæðum við kortlagningu menningar og skapandi greina, greiningu á þörfum þeirra sem starfa innan geirans og svo færnisþjálfun og stuðningi í takt við þá greiningu. “Það eru þeir sem eru starfandi innan geirans sem eru sérfræðingarnir og til þeirra þarf að sækja þekkinguna”, segir Erna.  

Auk Ernu starfa þau Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og Dr. Vífill Karlsson að rannsókninni en sá síðarnefndi stýrir uppbyggingu rannsóknaseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum við Háskólann á Bifröst.

Þekking hans á byggðaþróun og hinu staðbundna samhengi sem verður sífellt mikilvægara, og myndar í raun ramma um nýjustu rannsóknir á menningu og skapandi greinum. 

Vesturland hentar mjög vel sem rannsóknarsvæði vegna fjölbreytileika svæðisins og margvíslegrar nýsköpunar, sterkrar sögutengingar og ríkrar listsköpunar. Á Vesturlandi starfar fyrirtækið Creatrix, sem sérhæfir sig í stefnumótun og þróun innan menntastofnana og hefur leitt þróunarverkefni á öllum skólastigum á Íslandi. Signý Óskarsdóttir er framkvæmdastýra Creatrix og hún kemur að þróun STEAM námsins í Menntaskóla Borgarfjarðar, sem er eini menntaskólinn á Íslandi með STEAM kúrsa í 15 eininga skyldunámi. 

Hlusta má á spjall Ernu og Kristjáns um mikilvægi menningar og skapandi greina hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta