
EcoBites: Nýsköpun fyrir sjálfbæra framtíð matvæla
EcoBites: nýsköpun fyrir sjálfbæra framtíð matvæla er viðburður sem verður haldinn 15. maí næstkomandi á Hafnartorgi, Geirsgötu 4, sem hliðarviðburður á Íslandsmessu nýsköpunar 2025 sem stendur yfir dagana 12. - 16. maí næstkomandi. Iceland Innovation Week. Viðburðurinn er í umsjón Gleipnis – Nýsköpunarmiðstöðvar Vesturlands, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands.
Þar koma saman íslensk nýsköpunarfyrirtæki, sérfræðingar og áhugafólk um mat til að fræðast um hvernig sjálfbærni og tækni eru að umbreyta íslenskum matvælaiðnaði.Þar verður hægt að kynna sér hvernig íslensk fyrirtæki eru að þróa vistvænar lausnir við gerð matvæla, sem byggja á auðlindum náttúrunnar.
Hvort sem þú ert matvælafræðingur, frumkvöðull eða hefur einfaldlega áhuga á framtíð matarins, þá býður EcoBites upp á einstakt tækifæri til að kynnast því nýjasta í sjálfbærri matvælaframleiðslu á Íslandi.
Nemendur okkar í námskeiðinu nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana eru þátttakendur á þessari viðburðaröð, en fulltrúi Gleipnis var á staðnum þegar uppskeruhátíð nýsköpunar við háskólann á Bifröst var haldin 5. apríl síðastliðinn og bauð nemendum í kjölfarið að vera með. Fida Abu Libdeh leiðbeinandi í nýsköpun hjá Bifröst er fulltrúi okkar og hefur tekið þátt í undirbúningi viðburða.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta