
dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
20. ágúst 2025Deildarforseti til Berkeley University
Í lok síðasta árs hlaut dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar við Háskólann á Bifröst, hinn virta Fulbright fræðimannsstyrk til rannsóknarstarfa í Bandaríkjunum á skólaárinu 2025-2026.
Ólína mun dvelja við Kaliforníuháskóla í Berkeley á komandi haustmisseri þar sem hún verður gestur Norrænu deildarinnar (Department of Scandinavian Studies) og mun stunda rannsóknir er snúa að íslenskum fræðum, þjóðmenningu og sögu. Fræðasvið Ólínu eru íslenskar bókmenntir og þjóðfræði, en við Norrænu deildina í Berkeley eru afbragðs fræðimenn og rannsakendur á því sviði. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir Ólínu sem fræðimann - og gæti enn fremur orðið til þess að skapa góð tengsl á milli Háskólans á Bifröst og Kaliforníuháskóla í Berkeley.
Aðspurð játar Ólína að það sé dálítið sérstakt vera gestaprófessor í bandarískum háskóla í því óvissuástandi sem skapast hefur í Bandaríkjunum, og víðar, undanfarna mánuði. Miklar og hraðar áherslubreytingar hafa orðið eftir forsetaskiptin í upphafi árs og þeim virðist ekki lokið. Hver veit nema dvölin verði rannsóknarefni í sjálfu sér?
Við óskum Ólínu góðs gengis við rannsóknir vestanhafs. Í fjarveru hennar mun dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir taka við hlutverki forseta félagsvísindadeildar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta