27. júní 2023

Dagur stjórnmálafræðinnar

Dagur stjórnmálafræðinnar var haldinn hátíðlegur þann 16. júní sl. með málþingi um samsæri og sjálfhverfu í stjórnmálum. 
Frummælendur voru Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann og fjölluðu þau hvert um sig um rannsóknir sínar á sviði samsæriskenninga og sjálfhverfu í stjórnmálum. 
Erindi Bjarka nefndist Hver þarf óvini með svona vini? Áhrif sameiginlegs narsissisma á samskipti innan hópa. Erindi Eiríks nefndist Óvinir okkar: Vopnvæðing samsæriskenninga í stjórnmálabaráttu, en yfirskrift erindisins sem Hulda flutti var Sálfræði samsæriskenninga.
Málþingið var vel sótt og sátu frummælendur fyrir svörum er þeir höfðu lokið máli sínu.
Í lok málþingsins voru svo veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir. Hlaut Bríet Breiðfjörð Einarsdóttir verðlaun fyrir meistararitgerð sína Dropinn holar steininn: Upplifun fjölmiðla – og stjórnmálafólks af óvæginni umræðu og áreitni á netinu og Sara Þöll Finnbogadóttir fyrir BA-ritgerð sína, Skuggakosningar í framhaldsskólum: Kosningaþátttaka og lýðræðisvitund ungs fólks.
Fundarstjóri var Bjorg Magnusdottir, en það er Félag stjórnmálafræðinga sem gengst árlega fyrir Degi stjórnmálafræðinnar. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta