Dagur miðlunar og almannatengsla 6. maí 2022

Dagur miðlunar og almannatengsla

Háskólinn á Bifröst stendur fyrir Degi miðlunar og almannatengsla þann 21. maí nk. undir yfirskriftinni þróun og aukin fagvæðing.

Á málþingi dagsins deila öflugir aðilar úr atvinnulífinu reynslu sinni um tengsl miðlunar og almannatengsla við skyldar atvinnugreinar á borð við markaðssetingu, auglýsingagerð og fréttamennsku. Einnig verður rætt um menntun og hæfni í starfi. Málþingið fer fram á Hotel Hilton Reykjavík Nordica, kl. 14:00-16:30. Þau sem hafa áhuga eru hvött til að mæta á staðinn eða fylgjast með í beinu streymi á netinu. Erindi flytja:

 - Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Play Airlines
 - Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó
 - Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn & Wolfe
 - Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play Airlines og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2.

Þá sýna nemendur í miðlun og almannatengslum áhugaverð verkefni úr náminu og gestum gefst tækifæri á að efla tengslanetið við nemendur, kennara og aðila úr atvinnulífinu.

Dagur miðlunar og almannatengsla er helgaður þeim sem stunda nám, vinna við eða hafa áhuga á þessu vaxandi sviði samskipta og upplýsingamiðlunar.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta á Hótel Hilton Reykajvík Nordica, en fyrst þarf þó að skrá þátttöku hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta