7. mars 2019

Dagný Kristinsdóttir ráðin nýr framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu

Dagný Kristinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst.  Dagný útskrifaðist úr meistaranámi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2018.  Hún er einnig með kennaramenntun og hefur að undanförnu starfað sem deildarstjóri verkefna og miðstigs í Varmárskóla í Mosfellsbæ.  Dagný var formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar á árunum 2015 – 2018 og leiddi umfangsmikið starf félagsins.  Háskólinn á Bifröst býður Dagnýju velkomna til starfa. 

Jafnframt þakkar skólinn fráfarandi kennslustjóra, Sigrúnu Jónsdóttur, fyrir mikilvægt og gott framlag hennar til skólans en hún er að taka við nýju starfi hjá Tryggingastofnun ríkisins.

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta