Vinstra megin er Vífill Karlsson og við hlið hans stendur Gréta Bergrún Jóhannesdóttir sérfræðingur rannsóknasetursins.

6. nóvember 2025

Byggðaráðstefna Byggðastofnunar

Í vikunni fór fram í Mývatnssveit byggðaráðstefna Byggðastofnunar, þar sem starfsmenn Rannsóknarseturs í byggða- og sveitarstjórnarmálum fluttu erindi. Ráðstefnan bar yfirskriftina Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga – jafnvægi, áskoranir og vannýtt sóknarfæri.

Vífill Karlsson fjallaði um líðan og búsetuánægju innflytjenda og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir kynnti frumniðurstöður um kynjaða upplifun jafnréttis í íslenskum byggðarlögum. Daginn eftir var héldu svo fundarhöld í fallegu Mývatnssveitinni áfram þar sem ársfundur landshlutasamtakanna fór fram og Gréta Bergrún var þar sem innlegg um byggðabrag, orðræðu og ungt fólk. Skemmtilegir og fróðlegir vinnudagar.

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér og frekari upplýsingar um viðburðinn eru á vef Byggðastofnunar.