Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 19. júní 9. júní 2021

Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst 19. júní

Laugardaginn 19. júní verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast 129 nemendur, 29 úr háskólagátt, 45 grunnnámi og 55 úr meistaranámi. Útskriftarathöfnin verður haldin klukkan 11.

Karlakórinn Söngbræður syngur við athöfnina og í lok hennar ávarpar Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor hina nýútskrifuðu. Að athöfn lokinni verður boðið upp á veitingar í húsakynnum skólans.

Skylt verður að bera grímu við athöfnina og henni verður streymt. Streymið má nálgast hér.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta