Frá bleika deginum í morgun í Borgartúni 18, starfsstöð Háskólans á Bifröst í Reykajvík.

Frá bleika deginum í morgun í Borgartúni 18, starfsstöð Háskólans á Bifröst í Reykajvík.

20. október 2023

Bleikir dagar

Bleikir dagar voru hjá starfsfólki Háskólans á Bifröst dagana 19. og 20. október, sem tóku kallinu afar vel og fjölmenntu í bleiku.

Starfsfólk staðsett á Bifröst reið á vaðið í gær, þann 19. og gerði sér dagamun í tilefni af bleikum október. Í dag, föstudag, var svo komið að starfsstöð háskólans í Borgartúni 18 að skreyta sig bleiku.

Það fylgir síðan sögunni, að á báðum stöðum var boðið upp á bleikar kræsingar og kruðerí, ásamt ýmsum varningi frá Bleiku slaufunni, s.s. sokkum og tannburstum ásamt stuttermabolunum góðu.

Bleikslaufu varningurinn vakti verðskuldaða lukku, auk þess að minna nærstadda á megintilganginn með þessu öllu, að fjármagna rannsóknir á brjóstakrabbameini.

Eins og vera ber fóru starfsmenn og komu eftir því sem leið á bleika daginn, en myndin hér að ofan er tekin í 10 kaffinu í morgun.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta