Bifröst býður Michelle Spinei velkomna til starfa
11. september 2025

Bifröst býður Michelle Spinei velkomna til starfa

Michelle Spinei hefur gengið til liðs við Háskólann á Bifröst sem OpenEU sérfræðingur í þátttöku og áhrifum (Engagement & Impact Officer). Við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa! 

Michelle er með víðtæka reynslu af sprota- og nýsköpunarsenunni á Íslandi. Hún er með BS gráðu í viðskiptum og tækni frá The University of Connecticut og lauk nýverið MS gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði síðast sem alþjóðafulltrúi hjá Iceland Innovation Week en áður vann hún við viðburðastjórnun og markaðsmál fyrir ýmis félagasamtök í Bandaríkjunum. 

Utan vinnunnar er Michelle meðal annars meðlimur í Reykjavík Poetics, mánaðarlegum upplestrarhópi þar sem hún hvetur fólk til að lesa upp eigin verk á fjölmörgum tungumálum. 

Háskólinn á Bifröst er eitt aðildarfélaga OpenEU háskólasamstarfsins, sem samanstendur af evrópskum fræðastofnunum og öðrum tengdum samtökum og er stutt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Markmið samstarfsins er að skapa sam-evrópskan opinn háskóla sem nýtir stafrænt nám samfélögum til heilla. Sérstök áhersla er lögð á að auka þátttöku minnihlutahópa og þeirra sem búa við skert tækifæri til háskólanáms.