
Bifröst á Vísindavöku – gleði og forvitni í Laugardalshöll
Háskólinn á Bifröst tók þátt með fjölbreyttri dagskrá, meðal annars með Hugmyndastofu fyrir skapandi framtíðir. Þar gátu börn og fullorðnir teiknað eða lýst í orðum sínum eigin hugmyndum að framtíðinni. Einnig var sett upp gagnvirk framtíðarsýn þar sem gestir fengu að sjá sig sjálfa í mismunandi framtíðarstörfum – sem vakti bæði hlátur og innblástur hjá yngri og eldri gestum. Hugmyndastofan var því sannkölluð miðja gleði og sköpunar á hátíðinni.
Auk þess kynnti Bifröst rannsóknir tengdar byggða- og sveitarstjórnarmálum og nýja bók Sigrúnar Lilju um afleiðingar manntapa á áraskipum við strendur Íslands, sem vakti áhuga margra gesta.
Vísindavaka 2025 fór fram laugardaginn 27. september í Laugardalshöllinni og var að vanda sannkölluð uppskeruhátíð vísindanna á Íslandi. Í ár var sérstök ástæða til að fagna, en 20 ár eru liðin síðan Vísindavaka var fyrst haldin. Vísindavakan var vel sótt, og eins og undanfarin ár gaf hún gestum tækifæri til að spjalla við vísindafólk, fræðast um rannsóknir og upplifa vísindin í beinni.
Við hjá Háskólanum á Bifröst þökkum öllum sem komu við á básnum okkar og hlökkum til næstu Vísindavöku!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta