Bifrestingurinn Magnús Þór Jónsson næsti formaður KÍ 10. nóvember 2021

Bifrestingurinn Magnús Þór Jónsson næsti formaður KÍ

Skólastjórinn og Bifrestingurinn Magnús Þór Jónsson, fór með sigur af hólmi í nýafstöðnu formannskjöri Kennarasambands Íslands (KÍ).

Eins og komið hefur fram er Magnús skólastjóri við Seljaskjóla í Reykjavík, en hefur samhliða því jafnframt lagt stund á meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Magnús tekur við formennskunni í apríl á næsta ári af Ragnari Þóri Péturssyni, sem verið hefur formaður sambandsins frá 2018 og gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Alls gáfu 4 frambjóðendur kost á sér og sigraði Magnús með liðlega 42% atkvæða, eins og greint er frá á vef sambandsins.

Við óskum Magnúsi til hamingju með glæsilegt kjör og velfarnaðar á þessum nýja starfsvettvangi.