Bifrestingur nýr forstjóri PwC á Íslandi
Jón Ingi Ingibergsson, sem útskrifaðist með bæði BSc- og ML-gráðu frá lagadeild Háskólans á Bifröst, hefur verið ráðinn nýr forstjóri PwC á Íslandi. Hann Hóf störf 1. janúar 2026.
Það er ávallt fagnaðarefni þegar „Bifrestingar“ láta að sér kveða í atvinnulífinu og ferill Jóns Inga er glæsilegt dæmi um góðan árangur nemenda.
Að loknu námi starfaði Jón um tíma á lögfræðisviði ríkisskattstjóra áður en hann hóf störf hjá PwC í september 2007. Þar hefur hann klifrað upp metorðastigann, en frá árinu 2017 hefur hann leitt skatta og lögfræðiráðgjöf fyrirtækisins sem sviðsstjóri og setið í framkvæmdaráði.
Í tilkynningu frá PwC kemur fram að Jón Ingi búi yfir sérfræðiþekkingu á sviði skatta og lögfræðiráðgjafar auk fjölbreyttrar stjórnunarreynslu. Samhliða störfum sínum hefur hann miðlað af þekkingu sinni sem fyrirlesari og stundakennari við Háskólann í Reykjavík.
Háskólinn á Bifröst óskar Jóni Inga innilega til hamingju með nýja hlutverkið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta