Bifrestingur með framsögu á ICCM í York
16. nóvember 2025

Bifrestingur með framsögu á ICCM í York

Sunna Guðlaugsdóttir, nemandi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, var meðal framsögumanna á hinu árlega ICCM Student Research Symposium, sem haldið var í York á Bretlandseyjum.

Ráðstefnan sem er vettvangur fyrir unga fræðimenn í samfélags- og menningarmálum er haldin af International Centre for Community Music (ICCM) við York St. John University.

Sunna kynnti lokaritgerðina sína í menningarstjórnun sem ber heitið „Community Music as part of Rural Development in Iceland“. Á ICCM koma saman rannsóknarteymi frá Íslandi og Bretlandi til að deila nýjustu rannsóknum á sviði samfélagsmiðaðra tónlistarverkefna og menningar. Mastersritgerðin hennar Sunnu er hluti af rannsóknarverkefninun Building Bridges sem hýst er við Listaháskóla Íslands í samstarfið við Háskólann á Bifröst og York St. John University.

Sunna rannsakar hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðuð tónlistarverkefni sem verkfæri til að bregðast við félagslegum áskorunum, með áherslu á sköpun og virkni íbúa.