Bifrestingur kjörin fyrsti kynsegin formaður stjórnmálaflokks á Íslandi
Oktavía Hrund Guðrúns Jóns, meistaranemi í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, hefur hlotið kjör sem fyrsti formaður Pírata. Oktavía er fyrsti opinberlega kynsegin einstaklingur sem leiðir stjórnmálahreyfingu sem formaður. Við óskum Oktavíu innilega til hamingju og vonum að hán verði öðrum Bifrestingum fyrirmynd og innblástur til að láta til sín taka
Oktavía er varaborgarfulltrúi fyrir Pírata og hefur starfað sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Pírata meðfram námi við Bifröst. Oktavía fæddist 1979, en ólst upp í Danmörku frá sjö ára aldri. Hán gekk í menntaskóla um skeið í Bandaríkjunum og bjó sömuleiðis í Þýskalandi.
Nám í menningarstjórnun býr nemendur undir viðamikil og oft vandasöm störf á menningar- og menntasviðinu. Námið hefur verið í boði frá árinu 2004 og er mótað með hliðsjón af íslensku og alþjóðlegu menningarumhverfi og þeim áskorunum sem bíða nemenda eftir að námi lýkur.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta