Bíður þessi stóll eftir þér? 10. desember 2021

Bíður þessi stóll eftir þér?

Umsóknarfrestur fyrir næstu vorönn hefur verið framlengdur til 13. desember. Þeir, þær eða þau sem eiga eftir að ganga frá umsókn hafa helgina til að klára málið. Því fyrr, þeim mun betra, þar sem einungis örfá sæti eru laus í vinsælum áföngum.

Tíminn líður hratt, og ef til vill aðeins hraðar í desember en í öðrum mánuðum ef marka má fyrirspurnir vegna umsóknarfrests vorannar - sem hefði að öllu óbreyttu runnið út í dag, 10. desember.

Það er því Háskólanum á Bifröst sönn ánægja að tilkynna, að umsóknarfresturinn hefur verið lengdur fram yfir helgi. Ef ófrágengin umsókn fyrir næstu vorönn liggur einhvers staðar enn uppi á borðum, þá hefur viðkomandi helgina til að ganga frá henni á samskiptagátt háskólans.   

En, eins og áður segir, þá gæti borgað sig að sækja um fyrr en seinna, þar sem sætin sem eru laus eru í sumum tilvikum aðeins örfá, ekki hvað síst í vinsælum námsgreinum.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta