F.v. Kári Joensen, lektor við viðskiptadeild ásamt dr. Jiri Preis og dr. Jarmila Ircingova.

F.v. Kári Joensen, lektor við viðskiptadeild ásamt dr. Jiri Preis og dr. Jarmila Ircingova.

6. október 2022

Bæheimskir fræðimenn í heimsókn

Góðir gestir frá Háskólanum í Vestur-Bæheimi í Tékklandi, University of West Bohemia, dr. Jiri Preis og dr. Jarmila Ircingova, sóttu nýlega Bifröst heim.

Þessir háskólar sem hér koma við sögu, á Bifröst annars vegar og í Bæheimi hins vegar, ráðgera að leita tækifæra til þróunar styttri, hagnýtra námskeiða eða námsbrauta á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar, með áherslu á þróun byggða og stuðning við samkeppnishæfni svæða.

Dr. Jiri Preis stýrir alþjóðasamstarfi viðskiptadeildar bæheimska háskólans, auk þess að sinna svæðisbundnum þróunarverkefnum. Sem rannsakandi hefur hann fjallað m.a. um atvinnuþróun og samkeppnishæfni svæða í Tékklandi og  Mið-Evrópu ásamt samfélagsaðstæðum í löndum í Afríku og Asíu. Þá hefur hann einnig lagt stund á rannsóknir sem beintast að orsökum ójöfnuðar, fátæktar og fólksflutninga.

Dr. Jarmila Ircingova kemur einnig frá viðskiptadeild bæheimska háskólans, en hún hefur sérhæft sig á sviði stefnumiðaðrar stjórnunar og verkefnastjórnunnar og stjórnunarmenningu fyrirtækja í Tékkland og Bæjaralandi í Suður-Þýskalandi.

Einnig býðst nemendum Háskólans á Bifröst tækifæri til skiptináms við University of West Bohemia, sem er staðsettur í hinni sögufrægu borg Pilsen í Tékklandi.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta