Ávinningur af sameiningu sveitarfélaga
Tímaritið Region hefur birt greinina Municipal Amalgamations and Local Housing Prices eftir Vífill Karlsson, prófessor við Háskólann á Bifröst og Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.
Í greininni er stuðst við fasteignaverð sem mælikvarða á samfélagslegan ávinning af sameiningum sveitarfélaga. Er þetta í fyrsta sinn sem þessari aðferð er beitt í byggðarannsóknum af þessum toga, en hún hefur fram að þessu aðallega verið notuð á hinum ýmsum sviðum hagfræðinnar til að meta virði huglægra verðmæta, eins og náttúrugæða, svo að dæmi séu nefnd.
Niðurstaða rannsóknarinnar var sú, að sameiningar sveitarfélaga skila ávinningi, einkum ef sameinuð eru fleiri en tvö sveitarfélög í einu.
Sá hvati bjó að baki rannsóknaraðferðinni, að þær hefðbundnari aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að meta ávinning af sameiningu sveitarfélaga, skila misvísandi niðurstöðum.
Þetta framlag Vífils og Grétars innan byggðarannsókna er ein skýrasta vísbending sem fengist hefur til þessa, um ávinning af sameiningum sveitarfélaga á Íslandi.
Region er ritrýnt tímarit á vegum ERSA, European Regional Science Association, en samtökin reka m.a. stærstu ráðstefnu í svæðafræðum (regional issues) í Evrópu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta