Frá undirritun samkomulagsins (f.v.) Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og Stefan Wendt, staðgengill rektors.

Frá undirritun samkomulagsins (f.v.) Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor og Stefan Wendt, staðgengill rektors.

23. október 2023

Auknar rannsóknir

Háskólinn á Bifröst og Byggðastofnun undirrituðu nýlega samkomulag sem lítur að því að efla samstarf í þágu rannsókna og þekkingar á byggða- og sveitarstjórnarmálum og á vægi menningar og skapandi greina.

Auk þess að efla rannsóknir og þekkingarmyndun á ofangreindum samstarfssviðum, er á meðal markmiða samkomulagsins að efla vitund og kynningu á niðurstöðum rannsókna, svo að  ávinningur og notagildi þeirra gagnist sem best við stefnumótun og ákvarðanatöku.

Þá er samstarfinu einnig ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun sem og sjálfbærni byggða og sveitarfélaga með því að efla gagnadrifna og faglega umræðu.

Samningsaðilar eru jafnframt sammála um að eiga eftir atvikum aðild að ráðstefnum og fundum á annars hvors vegum. Starfsmönnum Byggðastofnunar verður jafnframt heimilt að halda fyrirlestra í einstökum námskeiðum eftir samkomulagi við einstakar deildir HB og Byggðastofnun mun auglýsa árlega styrki vegna lokaverkefna á meistarastigi á sviði byggðaþróunar, svo að dæmi séu nefnd um verkefni skv. samkomulaginu.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta