Áttatíu nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Bifröst
Brautskráning frá Háskólanum á Bifröst
Laugardaginn 23. febrúar útskrifaði Vilhjálmur Egilsson rektor alls 80 nemendur við hátíðlega athöfn. Nemendahópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félags- og lagadeild og Háskólagátt.
Skólinn haldi áfram að þjóna sínum tilgangi
Í hátíðarræðu sinni til útskriftarnema vék Vilhjálmur að þeim tilgangi sem Háskólinn á Bifröst þjónar, það er að útskrifaðir Bifrestingar styrki atvinnulífið og bæti samfélagið. Því hlutverki hefur skólinn mikinn metnað fyrir og speglast það í gildum skólans; frumkvæði, samvinna og ábyrgð. Þá kom Vilhjálmur einnig inn á þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað, bæði í samfélaginu og í tækniheiminum. Það þýðir að skólinn hefur þurft að breytast með, kyrrstaða í skólastarfinu yrði ávísun á afturför. Breytingar í menntakerfinu séu miklar, ungt fólk menntar sig ekki lengur bara fyrir eitt ævistarf, og skapi sér oft sín eigin störf. Menntakerfið megi ekki skipuleggja sig út frá hagsmunum sjálfs sín og stofnanna. Því megi Háskólinn á Bifröst aldrei hætta tilraunum með nýjungar og verði að halda sig þétt á sinni línu að nemendur séu einstaklingar en ekki kennitölur.
Verðlaun og útskriftarræður
Útskriftarverðlaun í grunnnámi hlutu, Vera Dögg Höskuldsdóttir, viðskiptadeild og Pétur Steinn Pétursson, félagsvísinda- og lagadeild. Í meistaranámi hlutu útskriftarverðlaun, þau Axel Guðni Úlfarsson, viðskiptadeild og Einar Örn Gunnarsson og Soffía Vagnsdóttir, félagsvísinda- og lagadeild. Að auki fengu tveir nemendur felld niður skólagjöld á haustönn vegna framúrskarandi námsárangurs, þau Bjarni Heiðar Halldórsson, viðskiptadeild og Soffía Adda A Guðmundsdóttir, félagsvísinda- og lagadeild.
Ræðumaður fyrir hönd grunnnema viðskiptadeildar var Vera Dögg Höskuldsdóttir og fyrir hönd grunnnema félagsvísinda- og lagadeildar var Tjörvi Schiöth. Ræðumaður fyrir hönd meistaranema var Oddur Sigurðarson.
Karlakórinn Söngbræður undir stjórn Viðar Guðmundssonar sá um söngatriði við útskriftina við undirleik Birgis Þórissonar. Að athöfn lokinni þáðu gestir léttar veitingar.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta