7. janúar 2022
Atlas Primer Learning Assistant
Háskólinn á Bifröst býður áhugasömum á kynningu á forritinu Atlas Primer Learning Assistant - frábærri lausn fyrir nemendur sem vilja sveigjanlegt námsumhverfi.
Kynningin verður á Teams mánudaginn 10. janúar nk.
Með Atlas Primer er hægt að hlusta á fyrirlestra, taka stöðupróf og spyrja spurninga um námsefnið, hvenær sem er og hvar sem er. Lausnin nýtist í öllum tilfellum þar sem hlustun hentar betur en lestur því með henni er hægt að setja inn texta, skjöl og vefsíður, sem lausnin breytir í hljóð sem hægt er að spila á ferðinni.
Þá getur Atlas Primer einnig breytt tali í texta, sem hentar vel í aðstæðum þegar lyklaborð er ekki við hendina. Nánar um Atlas Primer og Háskólann á Bifröst
- Kynningin er mánudaginn 10. janúar, kl. 12:00-12:20
- Teamslóð á fundinn: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_MTdiYTIxY2YtZDY1MC00MWQ4LWE0ZDgtN2E2MDIzNTQ2MDdh%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%221eea07bf-fd1d-40e2-a2de-186523e5939b%22%2c%22Oid%22%3a%2265bb199c-c7e1-42aa-b485-df088fa7de1f%22%7d
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta