7. janúar 2022

Atlas Primer Learning Assistant

Háskólinn á Bifröst býður áhugasömum á kynningu á forritinu Atlas Primer Learning Assistant - frábærri lausn fyrir nemendur sem vilja sveigjanlegt námsumhverfi.

Kynningin verður á Teams mánudaginn 10. janúar nk.

Með Atlas Primer er hægt að hlusta á fyrirlestra, taka stöðupróf og spyrja spurninga um námsefnið, hvenær sem er og hvar sem er. Lausnin nýtist í öllum tilfellum þar sem hlustun hentar betur en lestur því með henni er hægt að setja inn texta, skjöl og vefsíður, sem lausnin breytir í hljóð sem hægt er að spila á ferðinni.

Þá getur Atlas Primer einnig breytt tali í texta, sem hentar vel í aðstæðum þegar lyklaborð er ekki við hendina. Nánar um Atlas Primer og Háskólann á Bifröst

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta