8. apríl 2022

Áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja

Nýverið samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tillögu að tilskipun um áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja. Fyrirtækjum verður gert að greina og, ef nauðsyn krefur, koma í veg fyrir, binda enda á eða draga úr skaðlegum áhrifum starfsemi þeirra á mannréttindi og umhverfi.

Forsaga tillögunnar er sú að Evrópuþingið og ráðið skoruðu á framkvæmdastjórn ESB að leggja fram tillögu að lagaramma ESB um sjálfbæra stjórnarhætti.

Gangi tillagan eftir verða 13.000 evrópsk fyrirtæki og 4.000 fyrirtæki, sem eru frá þriðja ríki og starfa innan Evrópusambandsins, skylduð til að sæta sn. áreiðanleikakönnunarskyldu á sjálfbærni fyrirtækja.

Hafa ber í huga að lítil og meðalstór fyrirtæki falla ekki beint undir gildissvið tilskipunarinnar. Framkvæmdastjórnin tilgreindi engu að síður að slík fyrirtæki verði fyrir einhverjum kostnaði í gegnum viðskiptasambönd við fyrirtæki í umfangi þar sem búist er við að stór fyrirtæki velti kröfum til birgja sinna.

Dilja Helgadóttir, lektor við lagadeild Háskólans á Bifröst, fjallar um gildissvið tillögunnar og áhrif innan viðskiptalífsins í afar áhugaverðri grein sem birtist nýlega í Innherja Vísis

Sjá nánar Áreiðanleikakönnun á sjálfbærni fyrirtækja innan ESB

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta