Skiptinemar við Háskólann á Bifröst gera sér glaðan dag í tilefni jóla

Skiptinemar við Háskólann á Bifröst gera sér glaðan dag í tilefni jóla

25. nóvember 2021

Alþjóðleg hátíð í aðdraganda jóla

Senn líður að leiðarlokum hjá þeim skiptinemum sem eru Bifröst, en á yfirstandandi hausthöfnn hefur verið alls 21 skiptinemi hér við nám. 

Fátt er meira við hæfi þegar kveðjustund nálgast en að efna til góðs kveðjukvöldverðar og þar sem stutt er til jóla voru íslensk jól þema kvöldsins. 

Skiptinemarnir eru að þessu sinni frá Austurríki, Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Kóreu, Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi og óhætt er að segja að alþjóðleg hátíðarstemning hafi verið við völd í Hriflu þetta kvöld, nú í aðdraganda jóla.

Og það reyndist sitthvað fleira íslenskt við þetta kvöld en jólamaturinn. Vegna veikinda var óljóst hvernig eldamennsku kvöldsins reiddi af. Brást þá starfsfólk háskólans skjótt við og "reddaði" málum með alíslenskum hætti.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta