5. janúar 2024

Alþjóðleg CRANET skýrsla í opnum aðgangi

Executive Report on International Human Resource Management nefnist ný skýrsla sem CRANET hefur birt í opnum aðgangi og byggir á svörum tæplega 6000 forsvarsmanna í mannauðsmálum í samtals 38 löndum, víðs vegar um heim.

Skýrslan var birt í opnum aðgangi í nýliðnum desember, en í henni má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um t.d. styrk og stöðu mannauðsmála, útbreiðslu fjarvinnu og sjálfvirknivæðingar, aðferðir í ráðningum og umbun og styrk og stöðu stéttarfélaga, svo að dæmi séu tekin.   

Þess má svo geta að dr. Arney Einarsdóttir, prófessor í mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst, er á meðal höfunda skýrslunnar.

Smelltu hér til að ná í CRANET Executive Report on International Human Resource Management: Summary and Analysis of 2021-2022 Survey Data

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta