16. maí 2015

Alþingi veitir tvo styrki til ritunar meistara­prófs­ritgerða

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, afhenti í dag þeim Ásgerði Snævarr og Guðna Tómassyni bréf til staðfestingar þess að þau hefðu hlotið styrki Alþingis til ritunar meistaraprófsritgerða er varða Alþingi.

Styrkir þessir eru samkvæmt reglum sem forsætisnefnd samþykkti í janúar sl. Þeim er ætlað að vera hvatning til rannsókna á hlutverki Alþingis í lýðræðisskipan Íslands, verkefnum þingsins og starfsemi þess almennt. Rannsóknir þessar eru ekki bundnar við tilteknar fræðigreinar. Verkefni Ásgerðar Snævarr fjallar um mörk löggjafarvalds og dómsvalds. Verkefni Guðna Tómassonar fjallar um heiðurslaun listamanna sem veitt eru af Alþingi.

Ásgerður og Guðni voru valin úr hópi umsækjenda af valnefnd sem skipuð er  dr. Ágústi Einarssyni prófessor við Háskólann á Bifröst, Sigrúnu Brynju Einarsdóttur forstöðumanni á skrifstofu Alþingis og dr. Þorsteini Magnússyni aðstoðarskrifstofustjóri á skrifstofu Alþingis.

Tekið af vef Alþingis

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta