Almannatengill víkur fyrir samskiptaráðgjafa
Almannatengill er á undanhaldi sem starfsheiti, að því er fram kemur í áhugaverðu viðtali við Andreu Guðmundsdóttur, fagstjóra í miðlun og almannatengslum í áhugaverðu viðtali.
Það sama á við um starfsgreinina, þar sem almannatengsl eru að víkja fyrir nýheitinu samskiptaráðgjöf.
Að sögn Andreu má rekja þessa áherslubreytingu til þess að starfsheitið almannatengill getur í hugum fólks tengst áróðri og heldur vafasömum vinnubrögum.
Almenningur hafi með þessu móti fengið neikvæða ásýnd af almannatenglum. „Samskiptaráðgjafar, samskiptastjórar og upplýsingafulltrúar eru búnir að taka við af starfsheitinu almannatengill," segir Andrea.
Almannatengillinn tapaði með öðrum orðum orðsporinu, ef svo má að orði komast.
Rætt er við Andreu og samskiptaráðgjafann Bryndísi Nielsen í áhugaverðri umfjöllun á mbl.is í gær um málið.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta