10. mars 2023

Almannatengill víkur fyrir samskiptaráðgjafa

Almannatengill er á undanhaldi sem starfsheiti, að því er fram kemur í áhugaverðu viðtali við Andreu Guðmundsdóttur, fagstjóra í miðlun og almannatengslum í áhugaverðu viðtali.

Það sama á við um starfsgreinina, þar sem almannatengsl eru að víkja fyrir nýheitinu samskiptaráðgjöf.

Að sögn Andreu má rekja þessa áherslubreytingu til þess að starfsheitið almannatengill getur í hugum fólks tengst áróðri og heldur vafasömum vinnubrögum.

Almenningur hafi með þessu móti fengið neikvæða ásýnd af al­manna­tenglum. „Sam­skiptaráðgjaf­ar, sam­skipta­stjór­ar og upp­lýs­inga­full­trú­ar eru bún­ir að taka við af starfs­heit­inu al­manna­teng­ill," seg­ir Andrea.

Almannatengillinn tapaði með öðrum orðum orðsporinu, ef svo má að orði komast.

Rætt er við Andreu og samskiptaráðgjafann Bryndísi Nielsen í áhugaverðri umfjöllun á mbl.is í gær um málið.

Sjá viðtalið í heild sinni

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta