5. september 2022

Aldrei aftur gaman

Kristján Freyr, Rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður verður með erindi um sögu hátíðarinnar, áskoranir og framkvæmd.

Kristján Freyr hefur starfað sem verkefnastjóri til fjölda ára, m.a. í bókaútgáfu, auglýsingagerð og í tónlistargeiranum. Hann er framkvæmdarstjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna og hefur stýrt tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður til margra ára.

Ásamt því að sinna fjölbreyttum verkefnum innan menningargeirans er hann líka tónlistarmaður og hefur m.a. trommað í hljómsveitunum Prins Póló, Reykjavík!, Geirfuglunum og Dr. Gunna. 

Erindið er liður í Samtali skapandi greina sem haldið er reglulega í tengslum við BA nám í Skapandi greinum og MA nám í Menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. 

Erindið verður í beinu streymi fimmtudaginn 8. september kl 13:30.

Smelltu hér til að fara á lendingarsíðu útsendingarinnar

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta