Áfram konur og kvár
Háskólinn á Bifröst sendir konum og kvárum baráttukveðjur á degi kvennaverkfallsins. Að vanda verður staðið fyrir ýmiss konar aðgerðum um allt land og geta nemendur og starfsfólk háskólans, sem koma hvaðanæva að á landinu, tekið þátt óháð búsetu.
Kvennafrí eins og kvennaverkfallið nefndist upphaflega, á 24. degi októbermánaðar er með stærstu fjöldaviðburðum hér á landi. Fram að þessu hefur venjan verið sú að konur stytti vinnudaginn í samræmi við þá skerðingu launa sem þær búa við í samanburði við launatekjur karla. Að þessu sinni standa verkfallsaðgerðir allan daginn og er það gert til að undirstrika að baráttan gangi of hægt.
Konur gripu fyrst til aðgerða á þessum degi árið 1975 og enda þótt baráttan hafi skilað árangri á þessum 48 árum, þá er enn talsvert í land á mörgum sviðum. Má þar nefna ólaunuð heimilisstöf, sem konur axla enn að stórum hluta og kynbundið ofbeldi sem er enn risavaxinn þjóðarvandi. Er þá launamismunurinn ónefndur, sem er enn til staðar á vinnumarkaðnum nú nærri hálfri öld síðar.
Það er því enn fyrir mörgu að berjast. Áfram konur og kvár!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta