22. janúar 2024

Áfallastjórnun aldrei mikilvægari

Þó að áfallastjórnun sé ung fræðigrein, þá hefur námið verið að sanna gildi sitt sífellt betur. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, dósent og fagstjóri í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst sat fyrir svörum í Samfélaginu, þætti Rásar 1 um samfélagsmál.

Rætt er við Ásthildi um m.a. forsendur áfallastjórnunar, út á hvað fræðigreinin gengur og hverju hún getur fengið áorkað þegar alvarleg áföll dynja yfir heilu samfélögin, líkt og Grindvíkingar standa nú frammi fyrir vegna eldsvirkninnar á Reykjanesi. 

Á meðal þess sem kemur fram er að áfallastjórnun feli í sér að undirbúa aðgerðir viðbragðsaðila, svo að koma megi mannslífum í skjól eins fljótt og unnt er  og bjarga þeim verðmætum sem hægt er. 

Þá snúi áfallastjórnun einnig að endurreisn og uppbyggingu í kjölfar áfalla, með það fyrir augum að hjálpa þeim sem verða fyrir áföllum að ná aftur tökum á tilverunni.

Í þriðja og síðasta lagi nefnir Ásthildur mikilvægi reynslunnar fyrir áfallastjórnun sem fræðigrein. Engin áföll séu eins og samfélög geti brugðist misjafnlega við á hverjum stað og hverjum tíma. Mikilvægt sé að áfallastjórnun myndi sem fræðigrein alþjóðlegan vettvang til fræðilegrar úrvinnslu og uppbyggingar á þessu sviði. 

Hlusta á viðtalið við Ásthildi

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta