Sól gengur til Viðar á Þórshöfn á Langanesi. (Ljósm. Gréta Bergún Jóhannesdóttir)
16. september 2024Aðstoða meistaranema
Meistaranemar geta fengið aðstoð hjá Rannsóknasetri byggða- og sveitarstjórnarmála vegna styrkumsókna til Byggðastofnunar.
Rannsóknarsetur í byggða- og sveitarstjórnarmálum (RBS) við Bifröst vekur athygli á styrkjum til meistaranema sem Byggðastofnun auglýsir. Skilyrði er að verkefnið sé á sviði byggðaþróunar og kostur ef það hefur skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.400.000 kr og fjórir styrkir í boði, umsóknarfrestur til 1. nóvember. Umsækjendur þurfa að stunda meistaranám við viðurkenndan háskóla. Nánari upplýsingar um styrk má finna hér https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/byggdathroun-styrkir-til-meistaranema-3.
Starfmenn RBS geta veitt leiðsögn við umsókn og mögulega leiðbeint í verkefni ef áherslur fara saman. Ef þú hefur áhuga, hafið samband við Grétu Bergrúnu, gretaj@bifrost.is. Það má t.d. nýta nýleg íslensk gögn þar sem farið er í ýmsa þætti er snúa að búsetu, jafnrétti og búferlaflutningum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta