25. ágúst 2023
Aðdráttarafl sveitarfélaga
Komin er út hjá Rannsóknasetri byggða- og sveitarstjórnarmála skýrslan Aðdráttarafl sveitarfélaga: Verkfærakistan.
Skýrslan er unnin að beiðni Samtaka sveitarfélaga á Vesturland fyrir tilstyrk Sóknaráætlunar Vesturlands, en markmið útgáfunnar var að vinna eins konar verkfærakistu upp úr ýtarlegri skýrslu sem Nordregio gaf út á árinu 2020 og gagnast gæti atvinnu- og samfélagsþróun minni sveitarfélaga og vinnu þeirra að því að auka aðdráttarafl viðkomandi staðar.
Í skýrslunni eru þannig tekin fyrir 14 sveitarfélög úr Nordregio skýrslunni og leitast við að draga sérstaklega fram þau atriði sem gagnast geta íslenskum sveitarfélögum til að ná fram auknu aðdráttarafli.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta