Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar 11. apríl 2023

Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar

Aðalfundur Hollvinasamtaka Bifrastar verður haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2023, kl. 17:00 í húsnæði Háskólans á Bifröst í Borgartúni 18, 3. hæð.

Á dagskrá eru venjubundin aðalfundarstörf.

Stjórn samtakanna skal skipuð þremur aðalmönnum og tveimur til vara. Rektor skipar einn aðalmann en aðalfundur kýs í hvert sinn til tveggja ára einn stjórnarmann og annan til vara. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Markmið Hollvinasamtaka Bifrastar er að efla og viðhalda tengslum milli allra yngri og eldri nemenda Háskólans á Bifröst og annarra sem bera hag skólans fyrir brjósti. Hollvinasamtökin skulu styðja við uppbyggingu og efla skólastarf á Bifröst ásamt því að greiða aðgang félagsmanna að starfsemi og þjónustu skólans.

Hollvinasamtök Bifrastar rekja rætur sínar til Nemendasambands Samvinnuskólans, NSS, sem stofnað var haustið 1958. Í frétt frá stofnfundi segir meðal annars að „tilgangur með stofnun NSS [sé] að treysta bönd gamalla nemenda við skóla sinn og efla kynni og skilning milli eldri og yngri nemenda.“ Á aðalfundi samtakanna haustið 2006 var nafni félagsins breytt í Hollvinasamtök Bifrastar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta