Að veita lífi sínu merkingu
Út er komin bókin “How I Became The Yoga Teacher in Kabul: Or the Four Elements of Living a Purposeful Life Despite Not Knowing What You Want to Become” eftir dr. Magnús Skjöld, dósent við Háskólann á Bifröst.
Í bókinni stígur Magnús út fyrir þægindarammann og fjallar á einlægan hátt um kerfi sem hann hefur búið til utan um fjölbreytt áhugamál sín til að halda sönsum og sjálfum sér við efnið.
Magnús hefur verið rektor, aðstoðarrektor og deildarforseti á Bifröst, setið á alþingi, numið leiklist, hagfræði, stjórnmálafræði, heimspeki, yogakennslu og tónsmíðar og starfaði árið 2018 sem pólitískur ráðgjafi borgaralegs sendifulltrúa NATO í Kabúl, Afganistan. Vísar heiti bókarinnar til síðasttalda tímabilsins.
Bókin er seld í bókabúðum, á Amazon í Kindle og einnig á helstu hljóðbókaveitum.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta