Að afnýlenduvæða þróun 15. maí 2023

Að afnýlenduvæða þróun

Alþjóðleg málstofa fór nýlega fram í Háskólanum á Bifröst á vegum rannsóknaverkefnis sem fjallar um afnýlendurvæðingu þróunaraðstoðar. Magnús Skjöld, dósent við Háskólann á Bifröst, á aðild að þessu samstarfsverkefni sem er evrópskt og nefnist á engilsaxnesku Decolonising Development Practice.

Að sögn Magnúsar var bakgrunnur þátttakenda mismunandi m.t.t. viðfangsefnisins. Höfðu sumir upplifað nýlendustefnu á eigin skinni, eins og t.d. ein af kvenþátttakendunum sem hafði alist upp í ríki sem nefndist eitt sinn Rhodesia, en breyttist í Zimbabwe þegar hún var 14 ára. 

„Svo má nefna mig, sem er karlkyns og hvítur og hef upplifað það að vera í þjónustu heimsveldis sem siðmenntar með vopnavaldi. Við höfðum mismunandi hugmyndir um margt, t.d. hvað orðið þróun inniber, eða hvort hún sé yfirhöfuð æskileg í þeirri merkingu sem við leggjum að jafnaði í það orð,” segir Magnús. 

Magnús bendir á, að þegar nýlendutímanum lauk á síðari helmingi tuttugustu aldarinnar, héldu samskipti fyrrum nýlendna og nýlenduherra nánast óbreytt áfram í formi þróunaraðstoðar. Að auki héldu alþjóðlegar stofnanir, á borð við Bretton Woods, Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í sína eigin vegferð hvað þetta varðar. 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta