Þátttakendur á námskeiðinu á þaksvölum Opna háskólans í Kýpur. Fulltrúar Háskólans á Bifröst voru verkefnastjórarnir Guðrún Olga Árnadóttir, Helena Dögg Haraldsdóttir og Soffía Dagmar Þorleifsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, samskiptastjóri, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, alþjóðafulltrúi og Leifur Finnbogason, prófstjóri.
21. mars 2023Á námskeiði hjá EADTU
Starfsmenn við Háskólann á Bifröst tóku nýlega þátt í starfsþróunarnámskeiði sem Opni háskólinn á Kýpur, Open University of Cyprus (OUC) gekkst nýlega fyrir í samstarfi vð Evrópusamtök fjarkennsluháskóla, Eropean Associaton of Distance Teaching Universities, (EADTU).
Markmið námskeiðsins er að efla færni starfsfólks við stað- og fjarkennsluháskóla með því að stuðla að gagnkvæmri miðlun á hugmyndum, þekkingu og bestu starfsvenjum (e. best practices).
Á meðal viðfangsefna námskeiðsins má nefna fjarnámsmat, Chat GPT spjallmennið, uppbyggingu stafrænna háskóla og námsumhverfis, kynningar- og samskiptamál fjarkennsluháskóla og hagnýtingu tölvuleikja í stafrænni námsefnisgerð (e. Applied Gamification Techniques for Distance Learning).
Námskeiðið stóð yfir í tvo daga í húskynnum Opna Háskólans á Kýpur og komu fyrirleserar úr hinum ýmsu greinum innan háskólastarfseminnar, þar á meðal velferðarþjónustu námsmanna, tengslaþróun við atvinnulíf og rannsóknum á námsgögnum og kennsluaðferðum. Og að sjálfsögðu voru fyrirlestrar fluttir ýmist á staðnum eða í fjarfundarbúnaði.
Þá var á námskeiðinu einnig fjallað um gerbreytta stöðu fjarkennslu, ekki aðeins í framhaldi af heimsfaraldrinum heldur einnig vegna aukinnar áherslu innan opinberra menntakerfa á að nám þurfi að spanna alla ævina (e. lifelong learning)
Starfsþróunarnámskeiðið var 9. – 10. mars sl. Þátt tóku á stað 16 manns frá fjórum aðildarháskólum EADTU (Uninettuno, Open Universiteit Netherlands, Bifröst University, Open University of Catalonia, ásamt fulltrúum gestgjafaskólans Open University of Cyprus. Þá tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað fyrirlesarar frá Jyväskylä University og Universidade Aberta.
Sjá frétt á vef Open University of Cyprus
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta