Þátttakendur á námskeiðinu á þaksvölum Opna háskólans í Kýpur. Fulltrúar Háskólans á Bifröst voru verkefnastjórarnir Guðrún Olga Árnadóttir, Helena Dögg Haraldsdóttir og Soffía Dagmar Þorleifsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, samskiptastjóri, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, alþjóðafulltrúi og Leifur Finnbogason, prófstjóri.

Þátttakendur á námskeiðinu á þaksvölum Opna háskólans í Kýpur. Fulltrúar Háskólans á Bifröst voru verkefnastjórarnir Guðrún Olga Árnadóttir, Helena Dögg Haraldsdóttir og Soffía Dagmar Þorleifsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, samskiptastjóri, Heiða Vigdís Sigfúsdóttir, alþjóðafulltrúi og Leifur Finnbogason, prófstjóri.

21. mars 2023

Á námskeiði hjá EADTU

Starfsmenn við Háskólann á Bifröst tóku nýlega þátt í starfsþróunarnámskeiði sem Opni háskólinn á Kýpur, Open University of Cyprus (OUC) gekkst nýlega fyrir í samstarfi vð Evrópusamtök fjarkennsluháskóla, Eropean Associaton of Distance Teaching Universities, (EADTU).  

Markmið námskeiðsins er að efla færni starfsfólks við stað- og fjarkennsluháskóla með því að  stuðla að gagnkvæmri miðlun á hugmyndum, þekkingu og bestu starfsvenjum (e. best practices).

Á meðal viðfangsefna námskeiðsins má nefna fjarnámsmat, Chat GPT spjallmennið, uppbyggingu stafrænna háskóla og námsumhverfis, kynningar- og samskiptamál fjarkennsluháskóla og hagnýtingu tölvuleikja í stafrænni námsefnisgerð (e. Applied Gamification Techniques for Distance Learning).

Námskeiðið stóð yfir í tvo daga í húskynnum Opna Háskólans á Kýpur og komu fyrirleserar úr hinum ýmsu greinum innan háskólastarfseminnar, þar á meðal velferðarþjónustu námsmanna, tengslaþróun við atvinnulíf og rannsóknum á námsgögnum og kennsluaðferðum. Og að sjálfsögðu voru fyrirlestrar fluttir ýmist á staðnum eða í fjarfundarbúnaði.

Þá var á námskeiðinu einnig fjallað um gerbreytta stöðu fjarkennslu, ekki aðeins í framhaldi af heimsfaraldrinum heldur einnig vegna aukinnar áherslu innan opinberra menntakerfa á að nám þurfi að spanna alla ævina (e. lifelong learning)

Starfsþróunarnámskeiðið var 9. – 10. mars sl. Þátt tóku á stað 16 manns frá fjórum aðildarháskólum EADTU (Uninettuno, Open Universiteit Netherlands, Bifröst University, Open University of Catalonia, ásamt fulltrúum gestgjafaskólans Open University of Cyprus. Þá tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað fyrirlesarar frá Jyväskylä University og Universidade Aberta.

Sjá frétt á vef Open University of Cyprus

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta