112 nemendur verða brautskráðir
Alls verða 112 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst. Útskriftin fer fram laugardaginn 19. febrúar og verða 48 nemendur brautskráðir úr bakkalárnámi og 62 nemendur úr meistaranámi, auk tveggja nemenda sem luku námi í háskólagáttinni.
Brautskráningin fer fram á háskólahátíð sem efnt verður til í Hriflu, hátíðarsal Háskólans á Bifröst og munu deildarforsetar afhenda nemendum skírteini sín að vanda; Stefan Wendt, að hálfu viðskiptadeildar, Elín H. Jónsdóttir, að hálfu lagadeildar og Njörður Sigurjónsson, að hálfu félagsvísindadeildar.
Að vanda verða útskriftarverðlaun afhent og viðurkenningar veittar fyrir hæstu meðaleinkunnar. Þá flytur rektor Margrét Jónsdóttir Njarðvík ávarp og karlakórinn Söngbræður munu skemmta viðstöddum með ljúfum söng.
Þess má svo geta að sökum heimsfaraldursins hefur ekki verið unnt að halda háskólahátíð á Bifröst með hefðbundnu sniði um þó nokkurt skeið, sem mun ugglaust sveipa hátíðina enn meiri eftirvæntingu en ella.
Smelltu hér til að fylgjast með í beinu streymi!
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta